Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum 4. nóvember 2006 19:00 Alyson Balies, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. MYND/Vilhelm Gunnarsson Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist. Fréttir Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist.
Fréttir Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira