Írak, Írak, Írak 2. nóvember 2006 10:13 Bandarískir hermenn að störfum í Írak. MYND/NM Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Afstaðan til Íraksstríðsins mun ráða atkvæðum flestra kjósenda í bandarísku þingkosningunum. Tilraunir repúblikana til að snúa umræðunni frá stríðinu og óánægju kjósenda hafa borið takmarkaðan árangur og litla hjálp að fá lengur frá John Kerry sem virðist hafa farið að ráðum félaga sinna um að biðjast afsökunar og láta lítið fyrir sér fara. Kerry klúðraði Kosningaumræðan síðustu tvo daga hefur að miklu leyti snúist um John Kerry og klúðruðum brandara hans. Kerry sagði á fundi með háskólanemendum á mánudag að mikilvægt væri að stunda skólann því ella ættu þeir á hættu að "festast í Írak". Þetta mátti skilja sem árás á gáfnafar bandarískra hermanna. Kerry sagðist hins vegar hafa ætlað að skjóta á George Bush forseta en hafa sleppt úr mikilvægum orðum. Hann þverneitaði að biðjast afsökunar og sagði engum detta í hug að hann, sem fyrrverandi hermaður, væri að gera grín að þeim sem fórna sér fyrir þjóðina. Margir gerðu það engu að síður. Loks afsökunarbeiðni Hvorki hefur heyrst eða sést til Kerrys frá því að hann hringdi í útvarpsþátt ofurdemókratans Don Imus í gærmorgun. Samtalið hófst svo; Kerry: Góðan daginn Don Imus. Hvernig hefurðu það? Imus: Gerðu það hættu þessu. (hlátur) Imus: Hættu að tala. Farðu heim, farðu að hjóla, farðu á seglbretti, hvað sem er, hættu þessu. Þú átt eftir að skemma þetta. Samtalið endaði svo á því að Imus grátbað Kerry að hætta að tala. Afsökunarbeiðnin birtist á heimasíðu öldungadeildarþingmannsins undir kvöld í gær og telja margir þar með að umræðan fari aftur að snúast um önnur mál. Kannanir slæmar fyrir repúblikana Flestir kjósendur segja Íraksstríðið hafa mest áhrif á það hver fær atkvæði þeirra og kemur það repúblikönum án vafa illa. Einungis tuttugu og níu prósent eru sáttir við hvernig Bush forseti hefur stjórnað málum í Írak og sjötíu prósent telja hann ekki hafa neina áætlun um hvernig ljúka eigi afskiptum Bandaríkjamanna þar samkvæmt könnun sem birtist í New York Times í dag. Óánægja með stríðið og hlutverk Bush kemur ekki á óvart en áhyggjuefni fyrir repúblikana að enn dregur úr trú manna á forsetanum. Bush getur ekki svo auðveldlega látið lítið fyrir sér fara og mun eflaust halda áfram kappfundaherferð sinni þótt fimmtíu og sex prósent aðspurðra í könnunina sögðust telja hann skaða frambjóðendur. Önnur mál litast af Írak Repúblikönum hefur ekki orðið eins ágengt og áður að hræða kjósendur frá demókrataflokknum með umræðu um mál eins og hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þá virðist óánægjan með stríðið í Írak lita afstöðu margra kjósenda til annarra mála. Dæmi um það er efnahagslífið því þótt sextíu og tvö prósent telji það í góðu standi samkvæmt könnun CNN þá telja einungis þrjátíu og átta prósent Bush standa sig vel í efnahagsmálum samkvæmt könnun New York Times. Óháðir Sumir stjórnmálaskýrendur gera mikið úr mögulegum áhrifum óháðra kjósenda sem í undanförnum kosningum hafa skipt atkvæðum sínum nokkuð jafnt milli flokka. Í könnun New York Times segja tuttugu og þrjú prósent óháðra ætla að kjósa repúblikana á meðan fimmtíu prósent segjast ætla að greiða demókrötum atkvæði þetta sinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira