Skattalækkanir draga úr aðhaldi, tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskap 2. nóvember 2006 09:00 Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar. Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum. Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist. Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta. Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir. Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006. Seðlabankinn Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn ræðir þátt ríkisvaldsins í að ná niður vöxtum og segir það skyldu stjórnvalda að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að draga úr ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Seðlabankinn segist ekki taka afstöðu til ákvarðana löggjafans um skattbreytingar en segir tímasetningu þeirra skipta máli fyrir framgang peningastefnunnar. Bankinn segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta á matvæli muni hins vegar draga úr aðhaldi og tefja því fyrir nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúskaparins. "Aðgerðirnar draga ekki úr undirliggjandi verðbólgu þótt mæld verðbólga minnki um sinn. Rýmkun heimilda Íbúðalánasjóðs til lánveitinga sem rædd hefur verið yrði einnig til þess fallin að ýta undir eftirspurn, segir í Peningamálum. Seðlabankinn segir um ákvörðun sína í ritinu Peningmál, m.a. að hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði hafi að nokkru leyti verið árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hafi verið og leitt hafi til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu sé hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geti gengið til baka og séu því kvikur mælikvarði. Seðlabankinn segir ennfremur, að hætta á launaskriði sé enn ekki úr sögunni. Því sé óhjákvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist. Greiningardeildirnar útilokuðu þó ekki allar að stýrivextirnir gætu hækkað um 25 punkta. Mestar líkur töldu þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu væri lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr 10,5 prósentum í 14 prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir 17 sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí árið 2004. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gerðu flestar ráð fyrir því að vextirnir héldust óbreyttir en danski bankinn Danske bank gerði þó ráð fyrir 25 punkta hækkun stýrivaxta. Á vef Seðlabankans, sem gefur út Peningamál í dag samhliða vaxtaákvörðunardeginu, segir að í ljósi þess hve óvissa er enn mikil og hve langt sé í útgáfu fyrsta heftis Peningamála á næsta ári hafi bankastjórn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi á árinu umfram þá sem áður höfðu verið tilkynntir. Bankinn birtir Peningamál á heimasíðu sinni eftir klukkan 11 í dag og færir þar rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Næsti ákvörðunardagur vaxta verður fimmtudagurinn 21. desember 2006. Seðlabankinn
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira