Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga 29. október 2006 18:30 Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira