Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga 29. október 2006 18:30 Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira