Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós 18. október 2006 18:30 Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira