Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós 18. október 2006 18:30 Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira