Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma 16. október 2006 16:17 MYND/Stefán Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira