Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma 16. október 2006 16:17 MYND/Stefán Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira