Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi 16. október 2006 12:26 Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira