Opinn fyrir öllum kostum í ríkisstjórnarsamstarfi 16. október 2006 12:26 Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist opinn gagnvart öllum kostum í nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Hins vegar sé sundrung meðal stjórnarandstöðuflokkanna, til dæmis í varnarmálum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í ræðu sem hann flutti á aðalfundi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um helgina. Hann sagðist ánægður með stöðu flokksins, ræddi varnarmál, ábyrga efnahagsstjórn, Kárahnjúka og fleira en nefndi Framsóknarflokkinn aðeins á nafn í tengslum við vandræðin í sumar þegar Halldór Ásgrímsson steig til hliðar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins, ætla að reyna að bræða sig saman í næstu ríkisstjórn fái þeir meirihlutafylgi að loknum kosningum. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þær yfirlýsingar breyti engu um taktík flokksins fyrir komandi þingkosningar, hann útiloki ekki samstarf með einhverjum minnihlutaflokkanna. Geir segir Sjálfstæðisflokkinnn önnum kafinn í sínum verkefnum, bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, og muni halda sínu striki hvað sem líði áformum stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi góðan stuðning meðal fólksins í landinu og ríkisstjórnarsamstarfið gangi mjög vel. Aðspurður hvort það þýði að flokkurinn einblíni áfram á Framsóknarflokkinn sem samstarfsflokk segir Geir að allt sé opið í þeim efnum og hefð sé fyrir því hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert neitt bandalag við Framsóknarflokkinn en samstarfið gangi vel núna. Spurður hvort hann telji að hinir flokkarnir hafi málað sig út í horn með sínum yfirlýsingum telur Geir ekki svo vera en það verði að koma í ljós hvernig mál þróist. Samstarf flokkanna á þingi fari ekki alltof glæsilega af stað miðað við heitstrengingar flokkanna fyrir þingupphaf. Mikill ágreiningur sé t.d. um varnarmál og atriði sem þeim tengist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira