Viðskipti innlent

Spá enn meiri verðbólgulækkun

Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember.

Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag að verðbólguálag fari því minnkandi á fjármálamarkaði og sennilega dregur einnig úr verðbólguvæntingum almennings um þessar mundir enda hefur sýnt sig að þær mótist fyrst og fremst af verðbólgu í „núinu".

Ofangreindir þættir séu allir til þess fallnir að draga úr líkum á frekari vaxtahækkun Seðlabankans, jafnvel þótt aðgerðir til lækkunar matarskatts séu í eðli sínu þensluhvetjandi. Teljum við því auknar líkur á að Seðlabankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×