Newcastle hafði sigur í Eistlandi

Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle hafði nauman 1-0 sigur á liði Tallin frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark Newcastle með skalla eftir sendingu frá Damien Duff, en Sibierski var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan hann kom frá Manchester City.