Viðskipti innlent

Verðbólgan mælist 7,6 prósent

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Mynd/Stefán

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent í síðasta mánuði og jafngildir þetta því að verðbólga hafi mælst 7,6 prósent í september, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Þá hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,62 prósent frá því í ágúst og jafngildir það 6,0 prósenta verðbólgu. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4 prósent en það jafngildir 5,8 prósenta verðbólgu á ári. frá því í ágúst.

Að sögn Hagstofunnar er sumarútsölum nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 11,7 prósent vegna þessa en verð á dagvörum hækkaði um 1,6 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,5 prósent.

Hins vegar lækkaði verð á bensíni og olíu um 3,3 prósent og flugfargjöld lækkuðu um 10,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×