Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku 23. ágúst 2006 19:00 MYND/Hrönn Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira