Bergþór dregur framboðið til baka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 16:20 Bergþór ásamt Sigríði Andersen flokkssystur sinni á landsþingi Miðflokksins á Nordica í dag. Vísir/Lýður Valberg Bergþór Ólason hefur dregið framboð sitt til varaformanns Miðflokksins til baka. Hann segir tímabært að fá nýtt fólk að forystusveitinni. „Rétt í þessu tilkynnti ég fulltrúum á landsþingi Miðflokksins að ég hafi ákveðið að segja mig frá framboði til varaformanns flokksins,“ skrifar Bergþór á Facebook. Það stefndi í varaformannsslag milli hans, Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur. Enn stefnir í slag en kjörið verður í embættið á morgun. Flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. „Nú er rétti tíminn til að fá nýtt fólk að forystusveitinni. Ég hef skynjað sterkt vaxandi vilja til að gera breytingar og fá nýtt fólk að borðinu í samtölum mínum við flokksmenn í vikunni. Það er styrkleikamerki og ég fagna því. Miðflokkurinn er breiðfylking og hefur á að skipa fjölbreyttum og kraftmiklum hópi fólks. Sérstaklega hefur verið gaman að sjá ungliðahreyfinguna okkar eflast og þann stóra hóp ungs fólks sem leggur leið sína hingað á landsþingið,“ skrifar Bergþór. Hann vilji áfram leggja sitt af mörkum til að gefa nýju fólki tækifæri, með sína nálgun á stór verkefni, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Ég fer þó ekki langt og verð blóðugur upp að öxlum í þinginu hér eftir sem hingað til að tala fyrir stefnu Miðflokksins en hef nú loks svigrúm til að sinna kjördæminu mínu og ennfrekar málum atvinnulífsins í atvinnuveganefnd. Ekki veitir af.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Miðflokkurinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
„Rétt í þessu tilkynnti ég fulltrúum á landsþingi Miðflokksins að ég hafi ákveðið að segja mig frá framboði til varaformanns flokksins,“ skrifar Bergþór á Facebook. Það stefndi í varaformannsslag milli hans, Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur. Enn stefnir í slag en kjörið verður í embættið á morgun. Flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. „Nú er rétti tíminn til að fá nýtt fólk að forystusveitinni. Ég hef skynjað sterkt vaxandi vilja til að gera breytingar og fá nýtt fólk að borðinu í samtölum mínum við flokksmenn í vikunni. Það er styrkleikamerki og ég fagna því. Miðflokkurinn er breiðfylking og hefur á að skipa fjölbreyttum og kraftmiklum hópi fólks. Sérstaklega hefur verið gaman að sjá ungliðahreyfinguna okkar eflast og þann stóra hóp ungs fólks sem leggur leið sína hingað á landsþingið,“ skrifar Bergþór. Hann vilji áfram leggja sitt af mörkum til að gefa nýju fólki tækifæri, með sína nálgun á stór verkefni, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Ég fer þó ekki langt og verð blóðugur upp að öxlum í þinginu hér eftir sem hingað til að tala fyrir stefnu Miðflokksins en hef nú loks svigrúm til að sinna kjördæminu mínu og ennfrekar málum atvinnulífsins í atvinnuveganefnd. Ekki veitir af.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Miðflokkurinn Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira