Viðskipti innlent

Aldrei minna lánað

Íbúðalán hafa ekki verið minni í einum mánuði frá því bankarnir komu inn á íbúðalánamarkað.
Íbúðalán hafa ekki verið minni í einum mánuði frá því bankarnir komu inn á íbúðalánamarkað. fréttablaðið/gva
Íbúðalán hafa ekki verið minni frá því að bankarnir komu inn á íbúðalánamarkað haustið 2004. Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands námu íbúðalán 3,6 milljörðum í júlí. Var það verulegur samdráttur milli mánaða en í júní námu útlán þeirra tæpum 5,2 milljörðum.

Í Morgunkorni Glitnis segir að helstu ástæður þessa samdráttar séu að verulega hægði á fasteignamarkaði í júlí og velta á honum með minnsta móti. Jafnframt megi rekja minnkandi útlán bankanna að hluta til þess að þeir hafi aukið aðhaldið í útlánsstefnu sinni, lækkað hámarkslán og hert skilyrði fyrir útlánum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×