Viðskipti innlent

Taprekstur hjá Vinnslustöðinni

Vinnslustöðin á Neskaupsstað skilaði 368 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 463 milljóna króna hagnaði. Þá skilaði félagið 260 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar Íslands kemur fram að heildartekjur félagsins hafi numið tæpum 3,4 milljörðum króna á tímabilinu og er það 14,3 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fiskvinnslu jukust um 30,7 prósent á milli ára en tekjur útgerðar Vinnslustöðvarinnar jukust um 3,5 prósent. Þá jukust rekstrargjöld um 8 prósent.



Heildarskuldir og skuldbindingar Vinnslustöðvarinnar hækkuðu um rúma 1,2 milljarða króna frá upphafi árs til júníloka og eru tæpir 7,3 milljarðar króna. Nettóskuldir eru tæpir 5 milljarðar króna og er það 249 milljónum krónum meira en í lok síðasta árs. 4.980 milljónir króna en þær voru 4.731 milljónir króna í lok síðasta árs; jukust því um 249 milljónir króna.

Þá lækkaði eigið fé fyrirtækisins um 782 milljónir króna frá áramótum. Lækkunin stafar annars vegar af taprekstri en hins vegar af útgreiðslu arðs sem nam 445 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×