Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð hækkaði í morgun

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Gengi hlutabréfa hækkað á Norðurlöndunum í morgun eftir lækkanir í gær og nokkrar sveiflur undanfarnar vikur. Aðalvísitalan hækkaði um 1,2 prósent í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku í morgun, um 1,4 prósent í Osló í Noregi og í Stokkhólmi í Svíþjóð og um 2,1 prósent í Kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi.

Greiningardeild Glitnis segir talið að hækkanir á bandarískum hlutabréfum í gær skýri hækkanirnar á Norðurlöndunum í morgun. Þá segir deildin að hugsanlega hafi verið um að ræða leiðréttingu frá því í gær. Skýringarnar á hækkununum eru misjafnar á milli kauphalla, að sögn greiningardeildarinnar.

Greiningardeild Glitnis segir aðalvísitöluna í Kauphöllinni í Osló hafa hækkað mest allra vísitala á Norðurlöndum en hækkunin nemur 13 prósentum frá áramótum. Næst á eftir vísitalan í Finnlandi en hækkunin nemur 3 prósentum. Í þriðja sæti er Kauphöll Íslands en úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,1 prósent frá áramótum.

Glitnir bendir á að hlutabréfavísitölurnar á Norðurlöndunum hafi hækkað myndarlega árið 2005 eða meira en 30 prósent. Vísitalan hækkaði mest hér á landi eða um 65 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×