Viðskipti innlent

Straumur-Burðarás boðar til hlutahafafundar

Friðrik Jóhannsson, nýráðinn forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka.
Friðrik Jóhannsson, nýráðinn forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Mynd/Heiða

Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hefur samþykkt að boða til hlutahafafundar í félaginu 19. júlí næstkomandi kl. 14. Á fundinum verður tillaga um að núverandi stjórn verði leyst frá störfum og ný stjórn kjörin.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að meirihluti stjórnar hafi jafnframt samþykkt að ganga frá starfslokum forstjóra bankans, Þórðar Más Jóhannessonar, en á stjórnarfundi Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka í gær var ákveðið að segja honum upp störfum. Jafnframt var ákveðið að ráða Friðrik Jóhannsson sem forstjóra félagsins frá sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×