Sport

Kahn ætlar að spila tvö ár í viðbót

Oliver Kahn er fjarri því að vera hættur
Oliver Kahn er fjarri því að vera hættur NordicPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Oliver Kahn hjá Bayern Munchen gaf það út í dag að hann ætli sér að spila í tvö ár til viðbótar með liðinu áður en hann leggur hanskana á hilluna. Kahn missti sæti sitt í þýska landsliðinu til hendur Jens Lehmann hjá Arsenal á dögunum, en ætlar ekki að láta það hafa áhrif á sig og segist muni verða til taks á HM ef Þýskaland þarf á honum að halda.

"Ég ætla að spila tvö ár í viðbót eftir HM og að því loknu hef ég lokið ákveðnum kafla í lífi mínu. Ég er samt ekkert á leiðinni á eftirlaun, heldur mun ég halda áfram ótrauður með höfuðið hátt og sætta mig við það sem koma skal," sagði hinn 36 ára gamli Kahn í samtali við Frankfurter Allgemeine.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×