Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu.
Fram hefur komið að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í iðnaðarnefnd gera athugasemdir við frumvarpið. Einn þeirra, Sigurður Kári Kristjánsson, telur afar ólíklegt að frumvarpið verði að lögum.