Viðskipti innlent

Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði

Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar.

Í Morgunkorni Glitnis segir að viðbrögð á markaðinum bera með sér að fjárfestar hafi búist við minni hækkun stýrivaxta en ávöxtunarkrafa RIKB10 hefur hækkað um 35 punkta og RIKB13 um 25 punkta. Minni breyting er á verðtryggða ferlinum eða 1-2 punkta hækkun. Búast hefði mátt við því að ávöxtunarkrafa á styttri enda ferilsins myndi hækka eitthvað. Í því samhengi verður að líta til þess að ávöxtunarkrafa HFF14 hækkaði um 10 punkta í gær, sagði í Morgunkorninu.

Þá segir jafnframt að verðbólguvæntingar fjárfesta séu að aukast og að eitthvað sé um að þeir séu að færa sig úr óverðtryggðum bréfum í verðtryggð bréf.

Í Morgunkorni bankans 24. mars var spáð 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða og 1,8 prósenta hækkun til þriggja mánaða. Er það mat bankans að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun slái lítið á verðbólgu næstu mánaða vegna gengislækkunar krónunnar undanfarið. Í ljósi verri verðbólguhorfa sé talið að ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa komi til með lækka eitthvað á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×