Viðskipti innlent

Ekkert nýtt í gögnum aðjúnkts

Mynd/Pjetur

Ríkisendurskoðun segir í bréfi til formanns fjárlaganefndar að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim gögnum sem stofnunin aflaði sem stutt geti þær ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, dró af þeim gögnum og upplýsingum sem hann hefur undir höndum vegna sölu á hlut ríkisins á Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps.

Sagði Vilhjálmur að útilokað hefði verið að Hauck & Aufhäuser bankinn hafi verið eigandi að helmingshlut í Eglu hf.

Ríkisendurskoðun aflaði ýmissa viðbótargagna og skýringa á málinu og telur stofnunin að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×