Viðskipti innlent

Telja aðstæður í efnahagslífinu góðar

Niðurstöður úr nýrri könnun IMB Gallup, fjármálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands,um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi benda til að 75 prósent forráðamennfyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Einungis 11 prósent sögðu horfurnar slæmar.

Könnunin var gerðá tímabilinu 9. febrúar til. 3. mars á þessu ári og voru 388 fyrirtæki íendanlegu úrtakinu. Svarhlutfall var 68,3 prósent, að því er fram kemur í Vefritifjármálaráðuneytisins. Samskonar könnun var gerð síðast í október á síðasta ári.

Um mat á stöðu efnahagsmála 6 mánuði fram í tímann telja 17 prósent aðstæður verða betri samanborið við 8 prósent í síðustu mælingu, að því er fram kemur í vefritinu. Þá töldu 60 prósent aðstæður verða óbreyttar eftir hálft ár. 23 prósent telja hins vegar að aðstæður muni versna.

Helst eru það fyrirtæki í sjávarútvegi sem eru almennt bjartsýnni um horfur á næstu 12 mánuðum samanborið við aðrar atvinnugreinar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×