Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, hefur fordæmt átökin sem urðu eftir leik Fulham og Chelsea á Craven Cottage um helgina, þegar áhorfendur réðust inn á völlinn og slógust við lögreglu. Aðeins einn maður var þó handtekinn í kjölfarið, en atvikið er litið mjög alvarlegum augum.
"Þegar búið verður að bera kennsl á þessa menn verður að setja þá í bann undir eins og taka hart á þessu máli. Við getum alls ekki liðið svona uppákomur á leikjum," sagði Barwick.