Sport

Ég dáist að Jurgen Klinsmann

Jose Mourinho væri alveg til í að taka við þýska liðinu Bayern Munchen - að ví búnu að hann fengi eitt ár í að læra tungumálið
Jose Mourinho væri alveg til í að taka við þýska liðinu Bayern Munchen - að ví búnu að hann fengi eitt ár í að læra tungumálið NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist vera mikill aðdáandi hins umdeilda landsliðsþjálfara Þjóðverja, Jurgen Klinsmann og í viðtali við þýska blaðið Bild, sagði Portúgalinn að Klinsmann væri hugaður maður sem væri óhræddur við að tefla fram ungum leikmönnum.

"Ég er mikill aðdáandi Klinsmann," sagði Mourinho. "Hann er óhræddur við að treysta á unga menn eins og Robert Huth, Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski og hann er ekkert að tapa sér þó hann tapi leikjum. Hann veltir sér ekki upp úr því þó hann sé gagnrýndur og stendur fast á sínu," sagði Mourinho um þýska landsliðsþjálfarann.

Hann var einnig spurður hvort hann hefði áhuga á að þjálfa önnur lið en Chelsea síðar á ferlinum og sagðist þá klárlega geta hugsað sér að taka við portúgalska landsliðinu einn daginn - og tók ekki illa í að þjálfa Bayern Munchen. "Ég væri alveg til í að taka við Bayern, en þeir þyrftu þá að gefa mér eitt ár til að undirbúa mig með því að fara og læra þýsku áður en ég tæki við liðinu," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×