Sport

Loks tapaði Bayern Munchen á heimavelli

Leikmenn Hamburg höfðu ástæðu til að fagna í leikslok í dag.
Leikmenn Hamburg höfðu ástæðu til að fagna í leikslok í dag.

Bayern Munchen tapaði sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu í þýska Bundesligunni í fótbolta í dag þegar Hamburger SV kom í heimsókn til Munchen og vann 1-2 útisigur. Hollendingurinn Nigel de Jong skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir að Memeth Scholl hafði jafnað metin fyrir heimamenn, 6 mínútum áður.

Bayern Munchen er þrátt fyrir það með 8 stiga forystu á toppi deildarinnar á undan Werder Bremen sem náði aðeins að gera jafntefli við Bayer Leverkusen í dag, 1-1. Hamburg náði hins vegar að tylla sér í 3. sæti deildarinnar að hlið Werder Bremen með 50 stig eftir sigurinn á Bayern Munchen í dag.

Úrslit leikja í Þýskalandi urðu á eftirfarandi leið í dag;

Nürnberg - MSV Duisburg 3-0

Bayer Leverkusen - Werder Bremen 1-1

Bayern München - Hamburger SV 1-2

Borussia Dortmund - Mainz 1-1

Hannover 96 - Schalke 1-2

Hertha BSC - Köln 2-4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×