Lítt þekktur kylfingur fer á kostum 4. febrúar 2006 15:51 JJ Henry er hugsanlega nafn sem á eftir að heyrast oftar í golfheiminum í framtíðinni. Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. JJ Henry var í 87. sæti á peningalistanum í PGA mótaröðinni í fyrra. Tvisvar hefur hann orðið í öðru sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Eftir 8 holur í gær hafði hann náð í 2 fugla. En þá byrjaði ævintýrið. Henry krækti í hvern fuglinn á fætur öðrum og eftir 15. holuna hafði hann náð í 7 í röð. Ótrúlegur árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem lék samtals á 61 höggi og var einu höggi frá því að bæta metið í PGA-mótaröðinni. Henry bætti eigið met um 3 högg, best áður hafði hann spilað í móti á 64 höggum. Hann notaði aðeins 29 högg á seinni 9 holunum. Samtals er hann á 132 höggum eða 14 undir pari. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er 7 höggum á eftir Henry í 8-14. sæti. Mickelson lék í gær á 5 undir pari. Þjóðverjinn Alex Cejka, sem fæddur er í Tékklandi en yfirgaf föðurlandið ungur, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun, lék á 2 yfir pari og féll úr 1. sætinu og niður í það 30. Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fékk tvöfaldan skolla á 10. braut en fékk örn á 13. holu og fugl á sextándu eftir að hann setti niður langt pútt. Hann er í 30.-42. sæti. Englendingurinn Justin Rose lék á 3 undir pari í gær. Hann byrjaði vel, fékk 2 fugla en fékk síðan skolla á 6.7. og 9. holu. Þrir fuglar á seinni 9 holunum héldu honum inni í baráttunni, hann er í 19. til 29 sæti á 5 undir pari, 9 höggum á eftir JJ Henry. Fidji-maðurinn, Vijay Singh er 11 höggum á eftir Henry. Singh fékk 7 fugla í gær en fékk skolla á 4. og 7du braut og tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. En hinn JJ Henry hefur forystu á 14 undir pari, 4 höggum á eftir honum í 2. sæti er 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, er annar 3 höggum á eftir og síðan koma landar hans; Steve Lowry og Paul Stankowski, 5 höggum á eftir JJ Henry. Erlendar Fréttir Golf Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. JJ Henry var í 87. sæti á peningalistanum í PGA mótaröðinni í fyrra. Tvisvar hefur hann orðið í öðru sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Eftir 8 holur í gær hafði hann náð í 2 fugla. En þá byrjaði ævintýrið. Henry krækti í hvern fuglinn á fætur öðrum og eftir 15. holuna hafði hann náð í 7 í röð. Ótrúlegur árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem lék samtals á 61 höggi og var einu höggi frá því að bæta metið í PGA-mótaröðinni. Henry bætti eigið met um 3 högg, best áður hafði hann spilað í móti á 64 höggum. Hann notaði aðeins 29 högg á seinni 9 holunum. Samtals er hann á 132 höggum eða 14 undir pari. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er 7 höggum á eftir Henry í 8-14. sæti. Mickelson lék í gær á 5 undir pari. Þjóðverjinn Alex Cejka, sem fæddur er í Tékklandi en yfirgaf föðurlandið ungur, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun, lék á 2 yfir pari og féll úr 1. sætinu og niður í það 30. Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fékk tvöfaldan skolla á 10. braut en fékk örn á 13. holu og fugl á sextándu eftir að hann setti niður langt pútt. Hann er í 30.-42. sæti. Englendingurinn Justin Rose lék á 3 undir pari í gær. Hann byrjaði vel, fékk 2 fugla en fékk síðan skolla á 6.7. og 9. holu. Þrir fuglar á seinni 9 holunum héldu honum inni í baráttunni, hann er í 19. til 29 sæti á 5 undir pari, 9 höggum á eftir JJ Henry. Fidji-maðurinn, Vijay Singh er 11 höggum á eftir Henry. Singh fékk 7 fugla í gær en fékk skolla á 4. og 7du braut og tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. En hinn JJ Henry hefur forystu á 14 undir pari, 4 höggum á eftir honum í 2. sæti er 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, er annar 3 höggum á eftir og síðan koma landar hans; Steve Lowry og Paul Stankowski, 5 höggum á eftir JJ Henry.
Erlendar Fréttir Golf Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira