Er sársaukinn söluvara? Guðmundur Gunnarsson skrifar 20. janúar 2006 01:58 Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun