Forráðamenn Southampton hafa staðfest að félagið hafi fengið tvö formleg tilboð í framherjann unga Theo Walcott og segjast búast við því að fá í það minnsta eitt í viðbót mjög fljótlega. Talið er að Arsenal sé búið að leggja fram tilboð upp á 12 milljónir punda í leikmanninn, en vitað er af áhuga Tottenham, Chelsea og Manchester United.
Tilboðunum rignir inn
