Hugmyndafræðileg flatneskja? 20. nóvember 2006 05:00 Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar