Björn á leikinn Hreinn Loftsson skrifar 19. nóvember 2006 05:00 Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf".
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar