Viðskipti innlent

Ákvörðun áfrýjað

Osta og smjörsalan hefur áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkepppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því 13. október síðast liðinn. Þar var kveðið á um að Osta- og smjörsalan hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í samskonar viðskiptum með undanrennuduft.

"Áfrýjun Osta- og smjörsölunnar sf. byggir á því að hvorki séu efnislegar né lagalegar forsendur fyrir ákvörðun Samkeppniseftirlitins," segir í tilkynningu Osta- og smjörsölunnar.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði kom í eftir kvörtun sem Mjólka sendi 20. október í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×