Hart sótt að sitjandi þingmönnum 3. nóvember 2006 06:15 Frambjóðendur í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Alls gefa nítján kost á sér og sautján sækjast eftir fjórum efstu sætunum. Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira