Fífl og heimskingi 3. nóvember 2006 05:00 Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur komið í hlut okkar nútímamanna að taka virkan þátt í sjúkdómavæðingunni. Skilin á milli sjúkleika og heilbrigði eru sífellt að verða óljósari, og er sá maður orðinn vandfundinn sem alheilbrigður er, nema hann sé þá nýfæddur. Sá er siðurinn orðinn hjá lærðum sem leikum að taka virkan þátt í sjúkdómagreiningum. Þannig sjúkdómsgreinum við einkum fólk sem okkur líkar illa eða fólk sem við þurfum að hafna eða sniðganga á einhvern hátt. Hlutverk sjúkdómsgreininga hefur því fengið á sig nokkurn siðferðislegan blæ, og vísar til hins neikvæða eða hins lægra og verra eðli sem í mannskepnunni býr. Ef nokkur ögrar okkur í starfi eða leik, er ófyrirleitinn á einhvern hátt, höfum við ríka þörf fyrir að útskýra ósköpin, og gerum það gjarnan með sjúkdómsgreiningum. Við þekkjum það hjá börnunum og ungmennunum, því ef þau vilja segja eitthvað hræðilegt við félaga sína, segja þau gjarnan; „þú ert vangefinn, þroskaheftur, spastískur, geðveikur,“ og svo mætti lengi telja. En börn eru börn af því að þau skortir þroska, og ætla mætti að fullorðið fólk hagaði sér ekki eins og þeir sem minni þroska hafa. Fullorðið fólk; atvinnurekendur, undirmenn, heilbrigðir sem og sjúkir, haga sér, þótt undarlega megi virðast, ósköp svipað eins og börnin gera og ungmennin. Við segjum ekki lengur að einhver sé fífl og heimskingi, heldur að hann sé þunglyndur, karaktertruflaður, siðblindur, alkóhólisti, meðvirkur eða geðveikur. Sennilega er ástæðan fyrir þessu sú að hitt þykir óheflað og barnalegt að kalla fólk úti í bæ heimskingja og fífl. En þegar allt er á botninn hvolft þykir mér þó meira vit í því, en að setja bresti annarra inn í sjúkdómsskilninginn. Sjúk-dómshugtakið er gert til að efla samkennd og skilning á meðal fólks, og ef það er notað í öðrum tilgangi, hvort sem er af lærðum eða leikum, er það að mínu viti misnotað, og hluti af sjúkdómavæðingunni. Orðin heimskingi og fífl eru góð og gild hugtök sem eiga sér langa sögu. Rekja má merkingu þessara orða óralangt aftur í tímann, í gegnum viskubókmenntir kristni og gyðingdóms, sem og í spekiritum Austurlanda, og þó víðar væri leitað. Hér áður og fyrr, einkum í hinum helleníska heimi, var talið að bústaður hugsunarinnar væri í hjartanu, og tilfinningarnar væru í maganum, og skynfærin í höfðinu. Eftir að raunhyggjumenn upplýsingarinnar uppgötvuðu heilann og undur hans, flissa menn nú yfir þessum skilningi fornmanna og líta svo á að aðsetur hugsana sé í heilanum, og jafnvel tilfinninganna einnig. Ég held þó að raunvísindamenn hafi nú uppskrúfast í anatómíunni og um hvimleiðan misskilning sé hjá þeim að ræða. Ástæðan fyrir þessum misskilningi raunhyggjumanna tel ég vera þá, að hér áður fyrr hugsuðu menn með hjartanu, en ekki með rassinum eins og nú tíðkast. David Hume, heimspekingur, sagði eitt sinn að skynsemin væri ambátt ástríðanna, og finnst mér það gáfulegt. Því skynsemi okkar og dómgreind hefur meira með tilfinningaástand okkar að gera en abstrakt rökvísi. Reyndar er ekkert til að mínu viti sem heitir skynsemi eða rökvísi sem óháð er tilfinningum og ástríðum. Orðin fífl og heimskingi fólu þá merkingu í sér að viðkomandi hafði ekki dómgreind til að breyta rétt og siðlega gagnvart sjálfum sér og náunga sínum.Þetta vísaði til gæða hjartans og hæfileika einstaklingsins til samkenndar með öðrum. Þeir sem ekki höfðu þessi gæði voru kallaðir fífl og heimskingjar. Nú er ég ekki maður sem vill hvetja fólk til að ala á reiði eða gremju, en er það ekki heilbrigðara að taka upp notkun á þessum hugtökum í stað þess að sverta orðstír þeirra sem raunverulega sjúkir eru með því að hengja á þá breyskleika sem annars myndu flokkast sem heimska eða flónska. Geðlæknar hafa krotað hjá sér handbók þar sem allar hugsanlegar geðgreiningar er að finna og heitir DSM IV. Ég veit ekki hver lausnin við sjúkdómavæðingunni er, en ég varpa þeirri vangaveltu fram, í gríni og alvöru, hvort mál væri að setja í næstu útgáfu, DSM V, hugtökin fífl og heimskingi. Að minnsta kosti þykir mér það heilbrigðara og eðlilegra en að láta þessa sjúkdómavæðingu rísa til höfuðs á fólki, þannig að orðstír sjúkra skaðist, og úr verði einhvers konar heilbrigðisfasismi, þar sem hinir réttlátu, farsælu og góðu eru heilbrigðir, og hinir vondu og vesælu eru sjúkir.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar