Setjum Hafnarfjarðarveginn í stokk Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2006 05:00 Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar