Setjum Hafnarfjarðarveginn í stokk Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2006 05:00 Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar