Viðskipti innlent

Coca-Cola hitti í mark á HM

kókdósir Hagnaður gosdrykkjaframleiðandans Coca-Cola nam 100 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins.
kókdósir Hagnaður gosdrykkjaframleiðandans Coca-Cola nam 100 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. MYND/Getty

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðs á tímabilinu og 14 prósenta aukningar milli ára.

Helsta ástæðan er meiri sala á nýjum mörkuðum Coca-Cola í Brasilíu og í Rússlandi og ekki síst í Þýskalandi en þar á HM í knattspyrnu stóran hlut að máli. Á sama tíma dróst salan saman um 1 prósent í Bandaríkjunum.

Hagnaðurinn nam 62 sentum á hlut, sem er nokkuð yfir væntingum greiningaraðila, en þeir bjuggust við 59 senta hagnaði á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×