Viðskipti innlent

Spá óbreyttri vísitölu

beðið við bankann Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í næsta mánuði.
beðið við bankann Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í næsta mánuði. MYND/Vilhelm

Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því á mánudag að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spárnar eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent sem er 0,1 prósentustigs hækkun á milli mánaða.

Greiningardeild Lands­bank­ans sagði í Vegvísi sínum að helstu breytingar til hækkunar væru fasteignaverð sem hækkar einkum vegna vaxtabreytinga. Til lækkunar komi verðlækkun á eldsneytisverði, fatnaði og skóm.

Eldsneyti hefur lækkað það sem af er október, bæði hér heima og á heimsmarkaði. Ekki megi búast að eldsneyti hækki hér á landi á næstu vikum því meiri líkur eru á frekari lækkunum, að mati greiningardeildar Landsbankans.

Greiningardeild Glitnis bætir því hins vegar við að gangi spáin eftir muni verðbólgan verða eftir sem áður fjarri 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Flest bendi þó til þess að verðbólgan hafi þegar náð hámarki og að úr henni dragi hratt á næstunni. Spáir deildin því að verðbólgan taki að lækka hratt. Muni hún mælast 6,7 prósent á þessu ári í heild en einungis 1,8 prósent á næsta ári, að mati greiningardeildar Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×