Sakaruppgjöf fyrir sannleika Árni Páll Árnason skrifar 17. október 2006 05:00 Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja?
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun