Viðskipti innlent

Sækja peninga með samúræjabréfum

Byggt við Kaupþing.
Byggt við Kaupþing.
Kaupþing banki hefur gefið út svokölluð Samurai-skuldabréf í Japan fyrir samtals fimmtíu milljarða japanskra jena, sem svarar 29 milljörðum króna. Skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá Kaupþingi í Japan.

¿Skuldabréfin eru gefin út til þriggja ára og bera 1,8 prósenta fasta vexti eða sem nemur 75 punktum yfir þriggja ára föstum vöxtum í Japan,¿ segir í tilkynningu bankans. Fram kemur að umframeftirspurn hafi verið eftir bréfunum, en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa skuldabréf fyrir rúmlega 75 milljarða jena. ¿Var því ákveðið að stækka skuldabréfaútgáfuna úr tuttugu milljörðum jena, eins og gert var ráð fyrir í upphafi, í fimmtíu milljarða jena. Skuldabréfin voru seld til fjölbreytts hóps japanskra fagfjárfesta, en 63 fjárfestar tóku þátt í útboðinu.¿

Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að síðustu mánuði hafi mikil áhersla verið lögð á að dreifa fjármögnun bankans og markvisst unnið að útgáfu skuldabréfa á nýjum mörkuðum. ¿Við byrjuðum undirbúning vegna þessarar útgáfu í upphafi ársins þannig að þetta hefur verið nokkuð langt ferli. Viðtökur japanskra fjárfesta nú eru því sérlega ánægjulegar og gera má ráð fyrir að skuldabréfaútgáfur í Japan verði framvegis reglulegur hluti af endurfjármögnun bankans,¿ segir Guðni.

Umsjón með útgáfunni höfðu Daiwa Securities SMBC og Nomura Securities Co. Ltd. - óká





Fleiri fréttir

Sjá meira


×