Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu 8. október 2006 11:45 Á flugi. Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður ógnar hér marki Gummersbach í Evrópuleik liðanna á dögunum. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira