Viðskipti innlent

Hnupl kostar níu þúsund á mann

Dýrkeyptur þjófnaður
Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega 2,8 milljarðar í vaskinn vegna þjófnaða og mistaka.
Dýrkeyptur þjófnaður Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega 2,8 milljarðar í vaskinn vegna þjófnaða og mistaka.

Hver landsmaður greiðir um níu þúsund krónur á ári vegna þjófnaða og mistaka. Samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar fara árlega fara 2,8 milljarðar króna í vaskinn hér á landi vegna rýrnunar af þessum sökum. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulöndum. Ætla má að stærstan hluta þessarar rýrnunar megi rekja til þjófnaða, eða um 2,4 milljarða, og restina vegna mistaka. Í 48,8 prósenta tilvika eru það viðskiptavinir sem stela en í næst stærstum hluta tilvika eru það starfsmenn.

Þessi tegund rýrnunar er að meðaltali 1,24 prósent af veltu evrópskra smásöluverslana. Íslenskar verslanir voru ekki með í könnuninni að þessu sinni en í fyrra, þegar þær tóku þátt, var Ísland rétt undir þessu meðaltali. Hins vegar var mun hærra hlutfall hér af starfsmannaþjófnuðum en í nokkru öðru hinna 24 landanna sem könnunin náði til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×