Icelandair Group skráð í Kauphöll fyrir árslok 4. október 2006 06:00 FL Group stefnir að því að skrá Icelandair Group í Kauphöll Íslands fyrir árslok. Heildarvirði Icelandair er 43 milljarðar króna og áætla stjórnendur FL að söluhagnaður félagsins verði 26 milljarðar króna. FL og Glitnir hafa gert með sér samkomulag með þeim hætti að Glitnir sölutryggir um 51 prósent hlutafjár í kjölfar áreiðanleikakönnunar sem lýkur um miðjan október. Þá hverfur Icelandair úr samstæðu FL. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins mun Glitnir vera með fjárfestahópa til taks en þetta mun vera eitt stærsta fyrirtækjaverkefni sem bankinn hefur ráðist í. Markmiðið með skráningunni er það að fá breiðan hóp fjárfesta til liðs við Icelandair með sölu hlutafjár til þeirra, þannig að því komi fagfjárfestar, almenningur og ekki síst starfsmenn og stjórnendur. Gangi áform eftir um sölu hlutabréfanna verður hámarkshlutur FL 49 prósent í Icelandair en að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL, kemur til greina að hluturinn minnki umtalsvert eða jafnvel hverfi. Hannes segir að það sé æskilegt að þetta mikilvæga samgöngutæki þjóðarinnar verði í eigu landsmanna og þetta er niðurstaðan eftir viðræður við fjárfesta að undanförnu. Hún er jafnframt í anda þeirrar yfirlýsingar frá því í febrúar um að koma Icelandair í eigu almennings. "Það er svo ekkert eitt sem hægt er að tiltaka í þeim efnum annað en það að við vorum að horfa til þess að hámarka okkar eigin arðsemi sem er okkar hlutverk. Að sama skapi að búa til umhverfi fyrir félagið þannig að það geti vaxið og dafnað." Forstjórinn vill ekki tjá sig um hvers vegna hefði slitnað upp úr viðræðum FL við KB banka fyrir hönd Kers. Félagið greini ekki opinberlega frá efnisatriði einstakra viðræðna, til dæmis verðhugmyndum. Hann telur að verðlagning og aðferðafræði með fyrirhugaðri skráningu séu ásættanleg fyrir núverandi hluthafa og fjárfesta. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að bankinn sé að taka að sér spennandi verkefni. "Við erum mjög sannfærð um að það er mikill áhugi fjárfesta og við höfum fundið það á félaginu. Það hefur ekki síst komið fram í umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu." Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
FL Group stefnir að því að skrá Icelandair Group í Kauphöll Íslands fyrir árslok. Heildarvirði Icelandair er 43 milljarðar króna og áætla stjórnendur FL að söluhagnaður félagsins verði 26 milljarðar króna. FL og Glitnir hafa gert með sér samkomulag með þeim hætti að Glitnir sölutryggir um 51 prósent hlutafjár í kjölfar áreiðanleikakönnunar sem lýkur um miðjan október. Þá hverfur Icelandair úr samstæðu FL. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins mun Glitnir vera með fjárfestahópa til taks en þetta mun vera eitt stærsta fyrirtækjaverkefni sem bankinn hefur ráðist í. Markmiðið með skráningunni er það að fá breiðan hóp fjárfesta til liðs við Icelandair með sölu hlutafjár til þeirra, þannig að því komi fagfjárfestar, almenningur og ekki síst starfsmenn og stjórnendur. Gangi áform eftir um sölu hlutabréfanna verður hámarkshlutur FL 49 prósent í Icelandair en að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL, kemur til greina að hluturinn minnki umtalsvert eða jafnvel hverfi. Hannes segir að það sé æskilegt að þetta mikilvæga samgöngutæki þjóðarinnar verði í eigu landsmanna og þetta er niðurstaðan eftir viðræður við fjárfesta að undanförnu. Hún er jafnframt í anda þeirrar yfirlýsingar frá því í febrúar um að koma Icelandair í eigu almennings. "Það er svo ekkert eitt sem hægt er að tiltaka í þeim efnum annað en það að við vorum að horfa til þess að hámarka okkar eigin arðsemi sem er okkar hlutverk. Að sama skapi að búa til umhverfi fyrir félagið þannig að það geti vaxið og dafnað." Forstjórinn vill ekki tjá sig um hvers vegna hefði slitnað upp úr viðræðum FL við KB banka fyrir hönd Kers. Félagið greini ekki opinberlega frá efnisatriði einstakra viðræðna, til dæmis verðhugmyndum. Hann telur að verðlagning og aðferðafræði með fyrirhugaðri skráningu séu ásættanleg fyrir núverandi hluthafa og fjárfesta. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að bankinn sé að taka að sér spennandi verkefni. "Við erum mjög sannfærð um að það er mikill áhugi fjárfesta og við höfum fundið það á félaginu. Það hefur ekki síst komið fram í umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu."
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira