Viðskipti innlent

Leiðarvísir að fyrirmyndarfyrirtæki

Þórdís komst í kynni við kenningar Porters þegar hún var í MBA námi í Belgíu.­
Þórdís komst í kynni við kenningar Porters þegar hún var í MBA námi í Belgíu.­

Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dags­brúnar, segir Michael E. Porter ótrúlega flinkan fræðimann. Samkeppnis­kraftagreining hans um mikilvægi þess að fyrirtæki greini markaðinn og setji sér skýra stefnu sé í fullu gildi, að hennar sögn.

"Þetta er grunnhugsun hjá flestum fyrirtækjum enda fjallar hún meðal annars um það hvernig fyrirtæki geta boðið annað og betra en þau fyrirtæki sem þau eru að keppa við," segir Þórdís en hún komst í kynni við kenningar Porters úr bók hans Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors frá árinu 1980 þegar hún var í M.B.A. námi í Vlerick í Belgíu. Þaðan útskrifaðist hún árið 2001.

"Það getur verið hættulegt fyrirtækjum að gleyma að skilgreina viðskiptavini sína og ákveða hvaða hópa það vill ná til," segir Þórdís og bætir við að afleiðingarnar geti orðið þær að fyrirtæki sem slíku gleymi reyni að gera allt. Að þessu leyti líkist greining Porters leiðarvísi að rekstri fyrirmyndarfyrirtækis, að hennar sögn.

Þórdís tekur þátt í pallborðs­umræðum að loknum fyrirlestri Porters á ráðstefnu um samkeppnishæfni Íslands á Hótel Nordica 2. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×