Flestir eru að gera það gott 27. september 2006 00:01 Hagvöxtur undanfarinna tveggja ára á Íslandi hefur verið með eindæmum mikill, vel á áttunda prósent hvort ár, ef miðað er við aukningu vergrar landsframleiðslu. Jafnvel þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar var vöxturinn mikill, ríflega 6% aukning á mann hvort ár. Hagvaxtartölur sem þessar eru sjaldséðar í auðugum ríkjum, það er helst að ríki sem eru að ná að brjótast til velmegunar úr sárri fátækt nái þetta örum vexti. Vöxturinn minnkar þó aðeins ef tekið er tillit til þess að þjóðin safnar ört skuldum í útlöndum og hluti landsframleiðslunnar rennur til að greiða vexti af þeim. Þegar afraksturinn af striti landsmanna vex þetta ört er nánast óhjákvæmilegt að laun hækka einnig mikið. Það hafa þau líka gert. Raunar hefur hlutur launa og launatengdra gjalda í landsframleiðslu sjaldan eða aldrei verið hærri en í fyrra, rétt tæp 69% skv. mælingum Hagstofunnar. Launþegar hafa því notið góðærisins ríkulega, a.m.k. ef horft er til þeirra í heild, þótt vitaskuld sé hækkunin ekki sú sama hjá öllum. Þessi ríflega aukning launatekna verður hins vegar nánast ræfilsleg þegar sveiflurnar í fjármagnstekjum landsmanna eru skoðaðar. Í fyrra hækkaði markaðsverðmæti hlutabréfa í skráðum félögum í Kauphöll Íslands um nánast sömu upphæð og nam öllum launum og launatengdum gjöldum á landinu. M.ö.o., þeir sem áttu þessi hlutabréf fengu jafnmikið fyrir það og öll fyrirtæki landsins greiddu í laun og launatengd gjöld. Hlutabréf skiluðu að jafnaði um 60% raunávöxtun þetta ár, sem er vitaskuld óvenju gott og miklu meira en hægt er að gera sér vonir um að jafnaði. Jafnvel í meðalári hefur hlutabréfamarkaðurinn þó gefið vel af sér eða ríflega 20% raunávöxtun á ári að meðaltali frá byrjun árs 1993. Vegna þess hve markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga var lítið framan af á þessu tímabili þá nam þessi ávöxtun ekki háum fjárhæðum, a.m.k. ekki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Samanlagt markaðsverðmætið náði fyrst einu prósenti af landsframleiðslu árið 1992 en vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Þegar mest varð snemma á þessu árið var markaðsverðmæti hlutafélaga í Kauphöll Íslands orðið tvöföld landsframleiðslan en hefur reyndar aðeins minnkað síðan. Þegar markaðsverðmætið er orðið þetta mikið skiptir ávöxtunin verulegu máli í öllu efnahagslífi landsmanna. Undanfarin fjögur ár hefur ávöxtun hlutabréfa í Kauphöll Íslands samanlagt numið sem samsvarar landsframleiðslu í eitt og hálft ár. Sá mikli auður sem orðið hefur til - a.m.k. á pappírnum - skýrir m.a. væntanlega talsverðan hluta viðskiptahalla landsmanna því að hluti fjármagnsteknanna fer í neyslu og innflutning. Hækkun fasteignaverðs hefur haft áhrif í sömu átt. Hallæri á hlutabréfamarkaði eða snörp lækkun fasteignaverðs myndi hafa þveröfug áhrif, draga úr neyslu og innflutningi, hægja á hjólum efnahagslífsins og bæta viðskiptajöfnuðinn. Fjármagnstekjurnar skiptast miklu ójafnar en launatekjur og því hefur tekjudreifing landsmanna breyst mikið. Sérstaklega eiga þeir allra ríkustu miklu meira en áður og tekjur þeirra eru að sama skapi miklu hærri. Þess vegna er allt í einu sprottin upp fámenn stétt manna sem ferðast um í einkaþotum, á hallir í útlöndum, kaupir innlend einbýlishús til niðurrifs og gerir ýmislegt fleira sem auðkýfinga fyrri ára hefði ekki einu sinni dreymt um. Flestir aðrir eiga þó líka hlutabréf, a.m.k. óbeint vegna aðildar sinnar að lífeyrissjóði og fá því einhverja hlutdeild í góðærinu á hlutabréfamarkaðinum. Í lok síðasta árs áttu innlendir lífeyrissjóðir íslensk hlutabréf fyrir 187 milljarða króna. Þótt þetta sé verulegt fé þá samsvarar þetta þó ekki nema um einum tíunda af verðmæti allra skráðra hlutabréfa hérlendis. Auk þess eiga lífeyrissjóðirnir eitthvað af innlendum hlutabréfum óbeint, vegna eignar í verðbréfasjóðum. Það er því helst að góðærið fari alveg framhjá þeim sem vegna aldurs eða veikinda eru ekki á vinnumarkaði og eiga lítil lífeyrisréttindi eða aðrar eignir. Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagvöxtur undanfarinna tveggja ára á Íslandi hefur verið með eindæmum mikill, vel á áttunda prósent hvort ár, ef miðað er við aukningu vergrar landsframleiðslu. Jafnvel þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar var vöxturinn mikill, ríflega 6% aukning á mann hvort ár. Hagvaxtartölur sem þessar eru sjaldséðar í auðugum ríkjum, það er helst að ríki sem eru að ná að brjótast til velmegunar úr sárri fátækt nái þetta örum vexti. Vöxturinn minnkar þó aðeins ef tekið er tillit til þess að þjóðin safnar ört skuldum í útlöndum og hluti landsframleiðslunnar rennur til að greiða vexti af þeim. Þegar afraksturinn af striti landsmanna vex þetta ört er nánast óhjákvæmilegt að laun hækka einnig mikið. Það hafa þau líka gert. Raunar hefur hlutur launa og launatengdra gjalda í landsframleiðslu sjaldan eða aldrei verið hærri en í fyrra, rétt tæp 69% skv. mælingum Hagstofunnar. Launþegar hafa því notið góðærisins ríkulega, a.m.k. ef horft er til þeirra í heild, þótt vitaskuld sé hækkunin ekki sú sama hjá öllum. Þessi ríflega aukning launatekna verður hins vegar nánast ræfilsleg þegar sveiflurnar í fjármagnstekjum landsmanna eru skoðaðar. Í fyrra hækkaði markaðsverðmæti hlutabréfa í skráðum félögum í Kauphöll Íslands um nánast sömu upphæð og nam öllum launum og launatengdum gjöldum á landinu. M.ö.o., þeir sem áttu þessi hlutabréf fengu jafnmikið fyrir það og öll fyrirtæki landsins greiddu í laun og launatengd gjöld. Hlutabréf skiluðu að jafnaði um 60% raunávöxtun þetta ár, sem er vitaskuld óvenju gott og miklu meira en hægt er að gera sér vonir um að jafnaði. Jafnvel í meðalári hefur hlutabréfamarkaðurinn þó gefið vel af sér eða ríflega 20% raunávöxtun á ári að meðaltali frá byrjun árs 1993. Vegna þess hve markaðsverðmæti skráðra hlutafélaga var lítið framan af á þessu tímabili þá nam þessi ávöxtun ekki háum fjárhæðum, a.m.k. ekki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Samanlagt markaðsverðmætið náði fyrst einu prósenti af landsframleiðslu árið 1992 en vöxturinn hefur verið ævintýralegur. Þegar mest varð snemma á þessu árið var markaðsverðmæti hlutafélaga í Kauphöll Íslands orðið tvöföld landsframleiðslan en hefur reyndar aðeins minnkað síðan. Þegar markaðsverðmætið er orðið þetta mikið skiptir ávöxtunin verulegu máli í öllu efnahagslífi landsmanna. Undanfarin fjögur ár hefur ávöxtun hlutabréfa í Kauphöll Íslands samanlagt numið sem samsvarar landsframleiðslu í eitt og hálft ár. Sá mikli auður sem orðið hefur til - a.m.k. á pappírnum - skýrir m.a. væntanlega talsverðan hluta viðskiptahalla landsmanna því að hluti fjármagnsteknanna fer í neyslu og innflutning. Hækkun fasteignaverðs hefur haft áhrif í sömu átt. Hallæri á hlutabréfamarkaði eða snörp lækkun fasteignaverðs myndi hafa þveröfug áhrif, draga úr neyslu og innflutningi, hægja á hjólum efnahagslífsins og bæta viðskiptajöfnuðinn. Fjármagnstekjurnar skiptast miklu ójafnar en launatekjur og því hefur tekjudreifing landsmanna breyst mikið. Sérstaklega eiga þeir allra ríkustu miklu meira en áður og tekjur þeirra eru að sama skapi miklu hærri. Þess vegna er allt í einu sprottin upp fámenn stétt manna sem ferðast um í einkaþotum, á hallir í útlöndum, kaupir innlend einbýlishús til niðurrifs og gerir ýmislegt fleira sem auðkýfinga fyrri ára hefði ekki einu sinni dreymt um. Flestir aðrir eiga þó líka hlutabréf, a.m.k. óbeint vegna aðildar sinnar að lífeyrissjóði og fá því einhverja hlutdeild í góðærinu á hlutabréfamarkaðinum. Í lok síðasta árs áttu innlendir lífeyrissjóðir íslensk hlutabréf fyrir 187 milljarða króna. Þótt þetta sé verulegt fé þá samsvarar þetta þó ekki nema um einum tíunda af verðmæti allra skráðra hlutabréfa hérlendis. Auk þess eiga lífeyrissjóðirnir eitthvað af innlendum hlutabréfum óbeint, vegna eignar í verðbréfasjóðum. Það er því helst að góðærið fari alveg framhjá þeim sem vegna aldurs eða veikinda eru ekki á vinnumarkaði og eiga lítil lífeyrisréttindi eða aðrar eignir.
Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira