Ofbeldi án refsingar 25. september 2006 05:00 Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Vændi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaga. Meðal breytinga er að refsiákvæði um að stunda vændi er afnumið og lagt er bann við að auglýsa vændi. Báðar breytingarnar eru spor í rétta átt en það vantar mikilvægasta skrefið, sem er að gera kaup á vændi refsivert. Skoðanir fólks eru skiptar um hvaða leið er best að fara, hvort sem fólk er hlynnt vændi eða ekki. Því miður líta sumir enn svo á að vændi eigi að flokkast með frjálsum viðskiptum manna á milli en slík afstaða viðheldur völdum karlmanna yfir konum. Þau sem eru andsnúin vændi greinir líka á um leiðir en kvennahreyfingin hér á landi hefur sameinast um afdráttarlausa afstöðu, að fara sænsku leiðina. Meirihluti þeirra sem eru seld í vændi og mansal eru konur en flestir kaupenda eru karlar. Kynjavinkillinn er skýr þar sem karlmönnum er í raun tryggður aðgangur að líkömum kvenna og þeirra karla sem lenda neðst í valdapíramídanum. Afleiðingar vændis eru svipaðar afleiðingum kynferðisofbeldis og skömmin og niðurlægingin er hvergi meiri en hjá þeim sem eru í vændi. Þessar manneskjur þarfnast félagslegra úrræða til að komast út úr erfiðum aðstæðum. Rétt eins og við refsum fólki ekki fyrir sjálfsmorðstilraunir eða aðrar sjálfsmeiðingar heldur réttum þeim hjálparhönd þurfum við að koma eins fram við þau sem eru í vændi. Hvað varðar kaupendur er staðan allt önnur. Hver einasti kaupandi á að vita að hann er að skaða aðra manneskju og beita hana ofbeldi. Kaupandinn á að vita um háa tíðni kynferðisofbeldis í fortíð vændiskvenna, tenginguna við fíkniefni, neyð og mansal. Hann á einnig að vita að ef svo ólíklega vill til að hann lendi á hinni hamingjusömu hóru þá tryggir hann með kaupunum að hamingjan endist ekki lengi þar sem afleiðingarnar verða á endanum eins og í öðru kynferðisofbeldi. Það er því með ólíkindum að samfélag sem kallar sinn samtíma upplýsingaöld nýtir ekki þá þekkingu sem til er með því að gera kaup á vændi refsivert. Höfundur er talskona Femínistafélags Íslands.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar