Árangurslaus peningastefna 24. september 2006 05:00 Peningamálastefnan Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004 sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peningamálum erum við víðsfjarri markmiði um 2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd peningastefnunnar síðustu ár hafi skilað tilætluðum árangri? Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verðbólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfallalaust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörgum öðrum, haft mikið gagn af íslensku peningastefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið, ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðlabankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að lækka vexti? Fyrstir til að flýja land verða hinir erlendu fjármagnseigendur. Gengislækkun krónunnar er þá óhjákvæmileg og verðbólguskot fylgir yfirleitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg peningastefna, sem þrýstir m.a. upp gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs þegar gengið fellur aftur andstætt markmiðum Seðlabankans. Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni. Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin augljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skilar ekki árangri.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Peningamálastefnan Margt bendir til að samfelldri hrinu stýrivaxtahækkana frá 10. maí 2004 sé lokið. Á þeim tíma hefur Seðlabankinn hækkað vexti 16 sinnum úr 5,3% í 14% í baráttu við að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir í peningamálum erum við víðsfjarri markmiði um 2,5% verðbólgu sem flestir telja að sé ein af forsendum hagsældar. Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja hvort framkvæmd peningastefnunnar síðustu ár hafi skilað tilætluðum árangri? Enginn vafi er á því að peningastefnan virkar og hefur áhrif á efnahagslífið en það er hins vegar álitamál hvort hún gerir gagn í ljósi hárrar verðbólgu. Fyrr en síðar munu ofurvextir á Íslandi knýja niður verðbólgu. Ólíklegt er að það gerist áfallalaust. Erlendir fjármagnseigendur hafa, ólíkt mörgum öðrum, haft mikið gagn af íslensku peningastefnunni. Þeir hafa fært mikið fé inn í hagkerfið, ekki til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi heldur til að hirða vaxtamuninn. Og hvað gerist þegar Seðlabankinn slakar á peningastefnunni og byrjar að lækka vexti? Fyrstir til að flýja land verða hinir erlendu fjármagnseigendur. Gengislækkun krónunnar er þá óhjákvæmileg og verðbólguskot fylgir yfirleitt í kjölfarið. Þannig getur harkaleg peningastefna, sem þrýstir m.a. upp gengi krónunnar, leitt til verðbólgukúfs þegar gengið fellur aftur andstætt markmiðum Seðlabankans. Einn stærsti gallinn við núverandi framkvæmd peningastefnunnar er tímasetning vaxtabreytinga. Yfirleitt er talið þær taki 12-18 mánuði að ná fram fullum áhrifum. Flest bendir til að verulega verði tekið að hægja á efnahagslífinu eftir 1 ár. Þá er óheppilegt að fá fram full stýrivaxtaáhrif. Fullur þungi í peningastefnunni er einfaldlega of seint á ferðinni. Seðlabankanum er vandi á höndum. Engin augljós lausn er á vandanum þó svo að vaxtalækkun sé líklega skásti kosturinn við núverandi aðstæður. Til framtíðar er heppilegast væri að leggja sjálfstæða peningastefnu til hliðar. Reynslan sýnir að hún skilar ekki árangri.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar