Viðskipti innlent

Metfjárfesting í íbúðarhúsnæði

Nýbyggingar Mikið framboð nýbygginga er einn þeirra þátta sem veldur því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði mun dragast saman næstu tvö ár, að mati greiningar Glitnis.
Nýbyggingar Mikið framboð nýbygginga er einn þeirra þátta sem veldur því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði mun dragast saman næstu tvö ár, að mati greiningar Glitnis.

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði nam rúmum 32 milljörðum króna á fyrri helmingi árs, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Er það tæplega fjórtán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra og hefur fjárfesting í íbúðarhúsnæði aldrei verið meiri.

Samfelldur vöxtur hefur verið í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði frá árinu 1997. Þannig var fjárfestingin á fyrri hluta þessa árs rúmlega helmingi meiri en á sama tímabili árið 1997. Fram kemur á vef greiningar Glitnis að ástæður þessa mikla vaxtar liggi í auknum kaupmætti fólksins í landinu; laun hafi hækkað hratt á tímabilinu, vextir lækkað og aðgangur að lánsfé batnað. Þá sé eignaverð hagstæðara en áður.

Greining Glitnis spáir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði dragist saman um 4,5 prósent á næsta ári og um 5,8 prósent árið 2008. Verðlækkun þurfi til að færa saman framboð og eftirspurn á næstu misserum. Fram kemur að mikið framboð sé af nýju íbúðarhúsnæði, auk þess sem velta á íbúðamarkaði hafi snarminnkað undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×