Viðskipti innlent

Egla tekur yfir Vendingu

Ólafur Ólafsson í Samskipum. Langstærsti hluthafinn í Eglu sem tekur yfir Vendingu.
Ólafur Ólafsson í Samskipum. Langstærsti hluthafinn í Eglu sem tekur yfir Vendingu.

Stjórnir Eglu og Fjárfestingarfélagsins Vendingar, sem eru að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, hafa samþykkt ­samruna­áætlun félaganna. Samruninn verður með þeim hætti að Vending rennur inn í Eglu og fá hluthafar fyrrnefnda félagsins hlutabréf að nafnvirði 437 þúsund krónur í því síðarnefnda sem gagngjald.

Tilgangur sameiningarinnar er að auka hagkvæmni í rekstri félaganna sem hafa svipaða starfsemi undir höndum. Egla, annar stærsti hluthafinn í KB banka, er mun stærra félag með heildareignir upp á 54 milljarða og eigið fé um 33 milljarða. Vending er langstærsti hluthafinn í Alfesca með um 34 prósenta hlut. Eignir félagsins voru 8,4 milljarðar í lok júní og eigið fé 1,3 milljarðar króna. Heildareignir Eglu eftir samrunann eru því rúmir 62 milljarðar.

Í síðustu viku var greint frá samruna fjárfestingafélaganna Kers og Kjalars sem eiga Eglu að öllu leyti en Ólafur fer með stærstan hlut í þessum félögum. - eþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×